Vegareiði 2012: Naglbítarnir koma í heimsókn
Rokkhátíðin Vegareiði verður haldin í sjötta sinn í Bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum. Tilgangur hátíðarinnar er bæði að gefa austfirskum hljómveitum tækifæri í bland við reyndari bönd. 200.000 naglbítar og VAX eru í hópi reynsluboltanna að þessu sinni.
„Aðaltilgangur vegaREIÐI er að bjóða upp á góða rokk-tónleika á Héraði og gefa ungu fólki kost á því að taka þátt og njóta og ekki síst gefa tónlistarfólki á Austurlandi tækifæri á að koma og reyna sig í alvöru hvað varðar aðbúnað,“ segir í tilkynningu tónleikahaldara.
„Tónleikarnir Vegareiði/ Roadrage hafa verið undir væng vegaHÚSSINS sem er ungmennahús staðsett í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þar hafa komið fram þær sveitir sem eru starfandi á svæðinu og stundum stærri nöfn.“
Húsið opnar klukkan 20:00 og fram koma:
VAX (EGS )
200.000 Naglbítar (AK )
Gunslinger (EGS )
B.J. and the army (EGS )
2nd white sunday (EGS )
The Cocksuckerband (EGS )
Hljómsveitin Brönd (EGS )
Þátttakendur í tónlistarbúðum JEA og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands
Frítt inn