Veiðiveisla blásin af en Dagar myrkurs í fullum gangi

Ekkert verður af áður auglýstri veiðisýningu sem átti að hefjast á Egilsstöðum í dag og standa yfir helgina. Dagar myrkurs eru hins vegar á fullri ferð.



„Það verður ekkert af þessu, en margir sem sem ætluðu að taka þátt duttu út á síðustu stundu þannig að okkur fannst ekki hægt að keyra þetta með því móti,“ sagði Rósa Elísabet Erlendsdóttir, skipuleggjandi sýningarinnar.

Á sýningunni átti að kynna nýjungar í skot- og stangveiði og enda á glæsilegri villibráðarveislu þar sem kokkurinn og veiðimaðurinn Úlfar Finnbjörnsson ætlaði að galdra fram kræsingar úr villibráð.

„Við ætlum að reyna aftur í vor, en dagsetning liggur ekki ennþá fyrir,“ sagði Rósa Elísabet.


Dagar myrkurs standa nú yfir á Austurlandi og fjölmargir viðburðir eru á dagskrá í dag.

Seyðisfjörður

Kvikmyndasýning verður í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi, í kvöld klukkan 20:00, en hún er í samstarfið við RIFF og verður í bíósal Herðubreiðar. Sýningar verða pólsk og íslensk kvikmynd. Aðgangur er ókeypis.


Djúpivogur

Tankurinn - Íris Birgis syngur ljóðið Vökuró eftir Jórunn Viðar í Tanknum klukkan 22:00.


Vopnafjörður

Söguganga um Vopnafjarðarkauptún í kvöld klukkan 20:00, leiðsögumaður verður Ellers Árnason. Frí hressing eftir gönguna sem byrjar og endar í Miklagarði.


Fjarðabyggð

  • Opið hús klukkan 18:00 í Norðurljósahúsi Íslands á Fáskrúðsfirði í tilefni Daga myrkurs þar sem gestum gefst tækifæri að virða fyrir sér magnaðar norðurljósamyndir teknar í firðinum fagra.
  • Boðið er til rökkursöngs í Gistiheimilinu á Skorrastað í Norðfirði klukkan 18:00, þar sem sönglögin verða í anda Skorrastaðarfólksins.
  • Jazzsveifla að hætti gömlu meistaranna í Tónlistarmiðstöð Austurlands klukkan 20:00. Sannkölluð jazzveisla þar sem flottustu tónlistarmenn landsins túlka „standarda“ þessarar sívinsælu tónlistarstefnu.
  • Langur fimmtudagur hjá Hárstofu Sigríðar á Reyðarfirði í dag. Glæsilegar vöru- og vínkynningar og lífandi tónlist. Opið til kl. 22:00.
  • Markaður hjá Hosunum í Safnahúsinu í Neskaupstað.

 

Dagskrána fyrir Daga myrkurs má sjá í heild sinni hér. Mikið verður um að vera alla helgina og því mikilvægt að hafa puttann á púlsinum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.