Verður nýja lagið einnig tímalaus klassík?

Auglýst er eftir nýju lagi fyrir þorpshátíðina Stöð í Stöð á Stöðvarfirði sem fram fer í sumar.



Hátíðin Stöð í Stöð var fyrst haldin árið 1996. Stöðfirðingurinn Haukur Árni Björgvinsson er einn af þeim sem stendur fyrir lagakeppninni.

„Við vorum nokkrir frá Stöðvarfirði sem ákváðum að nú væri kominn tími til þess að endurvekja hátíðina sem hefur verið haldin nokkrum sinnum, en lenskan virðist vera að halda hana á tíu ára fresti.

Okkur þótti við hæfi að gera það og fagna um leið þeim tímamótum að Stöðvarfjörður á 120 ára verslunarafmæli í ár og 110 ár eru liðin frá því að Stöðvarfjörður varð sjálfstætt sveitafélag frá Breiðdalshreppi,“ segir Haukur Árni.

Haukur Árni segir að með þeirri ákvörðun að halda Stöð í Stöð í sumar hafi þeim þótt við hæfi að auglýsa eftir nýju hátíðarlagi, en sérstakt lag var samið fyrir hátíðina 1996.

„Þó svo að gamla lagið sé tímalaus klassík og sigurlag samskonar keppni sem efnt var til fyrir 20 árum verður gaman að fá eitthvað nýtt og fersk fyrir sumarið. Heimtur hafa gengið mjög vel þannig að þetta er spennandi.“


Þú hefur frest til 20. maí

Síðasti skiladagur á lagi er 20. maí, en það skal vera sungið eða spilað og sent í tölvutæku formi undir dulnefni á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða með bréfpósti á Brekkuna á Stöðvarfirði. Meðfylgjandi skal þó vera rétt nafn höfundar.

Hlutlaus dómnefnd velur sigurlagið sem svo í verðlaun verður tekið upp, höfundi og flytjenda að kostnaðarlausu og sett í spilun fyrir hátíðina. Með þátttöku sinni heimilar höfundur hátíðinni Stöð í Stöð að nota sigurlagið án nokkurra kvaða af hans hálfu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.