Verslunarmannahelgin á Austurlandi
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. júl 2016 14:27 • Uppfært 29. júl 2016 14:27
Nóg er um að vera á Austurlandi um helgina. Neistaflug í Neskaupstað verður sett í kvöld og hið árlega Hagyrðingamót fer fram í Fjarðarborg á Borgarfirði Eystra.
Neistaflug verður sett í kvöld á Neskaupsstað að lokinni sameiginlegri grillveislu í bænum. Þétt fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna verður á Neskaupsstað um helgina. Dagskrána í heild sinni má sjá hér.
Árlegu Hagyrðingamóti Borgfirðinga í kvöld sem að þessu sinni verður stjórnað af Gísla Einarssini verður fylgt eftir með dansleik frammá nótt. Á morgun verða svo tónleikar með Óskari Péturssyni í Fjarðarborg.
Hrafnkelssögu-dagur verður haldinn í Hrafnkelsdal á laugardaginn en þar verður gengið um sögusvið Hrafnkelssögu undir leiðsögn Páls Pálssonar. Gangan hefst á Aðalbóli 2 kl. 14.00 og að henni lokinni verður boðið upp á grillaða faxasteik.
Á sunnudaginn verður fluttur raddskúlptúrinn Ævintýri eftir Magnús Pálsson í skemmu Norðursíldar á Seyðisfirði. Viðburðinn er hluti af yfirstandandi sumarsýningu Skaftfells, Samkoma handan Norðanvindsins.