Vigdís Diljá vann Barkann: Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. feb 2012 18:33 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Vigdís Diljá Óskarsdóttir úr Fellabæ bar sigur úr býtum í söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, Barkanum, sem haldinn var fyrir skemmstu. Hún flytur því framlag skólans í söngkeppni framhaldsskólanna.
Vigdís flutti lagið The Story með Brandi Carlile. Annar Fellbæingur, Óttar Guðlaugsson, varð annar með lag Múgsefjunar, Lauslát og Eskfirðingurinn Ásbjörn Þorsteinsson þriðji með hið gamalkunna Ég er kominn heim sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt. Ásbjörn varð einnig efstur í vali meðal áhorfenda.
Alls tóku tuttugu atriði þátt í keppninni í ár. Agl.is var á staðnum og fangaði stemminguna.





















