Vigdís Diljá vann Samaust
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. feb 2010 10:45 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Vigdís Diljá Óskarsdóttir, úr félagsmiðstöðinni Afreki í Fellabæ, vann söngkeppni félagsmiðstöðva á Austurland (Samaust) sem fram fór á Fáskrúðsfirði fyrir skemmstu. Hún söng frumsamið lag sem heitir „Ef þú bara vissir“.
Í öðru sæti voru þær Alexandra Hearn og Katrín Hulda Gunnarsdóttir úr Atóm á Norðfirði með lagið „Flottur jakki“ sem Ragnar Bjarnason gerði vinsælt. Snæþór Ingi Jósepsson, Knellunni á Eskifirði, varð þriðji með hið stórbrotna lag Leonards Cohen, „Hallelujah“Um þrjú hundruð áhorfendur frá austfirskum félagsmiðstöðvum sóttu keppnina. Mörg laganna voru flutt við undirleik krakka úr miðstöðvunum sem alist hafa upp í tónlistarskólum á svæðinu.