Skip to main content

Vigdís Diljá vann Samaust

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. feb 2010 10:45Uppfært 08. jan 2016 19:21

Vigdís Diljá Óskarsdóttir, úr félagsmiðstöðinni Afreki í Fellabæ, vann söngkeppni félagsmiðstöðva á Austurland (Samaust) sem fram fór á Fáskrúðsfirði fyrir skemmstu. Hún söng frumsamið lag sem heitir „Ef þú bara vissir“.

 

Vigdís Viljá Óskarsdóttir Mynd: Garðar EðvaldssonÍ öðru sæti voru þær Alexandra Hearn og Katrín Hulda Gunnarsdóttir úr Atóm á Norðfirði með lagið „Flottur jakki“ sem Ragnar Bjarnason gerði vinsælt. Snæþór Ingi Jósepsson, Knellunni á Eskifirði, varð þriðji með hið stórbrotna lag Leonards Cohen, „Hallelujah“

Um þrjú hundruð áhorfendur frá austfirskum félagsmiðstöðvum sóttu keppnina. Mörg laganna voru flutt við undirleik krakka úr miðstöðvunum sem alist hafa upp í tónlistarskólum á svæðinu.