Víkingaklappið bergmálaði í lýsistanknum - Myndband
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. júl 2016 11:35 • Uppfært 04. júl 2016 11:37
Um þrjátíu manna hópur kom saman á Djúpavogi fyrir leik Íslands og Frakka í gær og tók Víkingaklappið svokallaða í lýsistanknum við bræðsluna. Nýbúið er að hreinsa tankinn að innan og fyrirhugað er að nota hann undir listviðburði.
Upphaflega ætluðu nokkrir heimamenn að taka klappið en þá bar að rútu með ferðamönnum sem var smalað inn í tankinn.
Tankurinn hefur staðið tómur árum saman en í vor var loks ráðist í að hreinsa hann. Fyrirhugað er að nota hann undir tónleika og aðra listviðburði í framtíðinni.
Afar sérstakur hljóðburður er í tanknum þar sem bergmálið er mikið. Á næstunni verður farið í frekari framkvæmdir við tankinn, svo sem að útbúa inngang á hann en í dag þurfa gestir að smeygja sér um um lítið auga.