Skip to main content

Vildu gera sérstaklega austfirska tónleika

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. apr 2016 10:36Uppfært 12. apr 2016 10:38

Tríóið Þrír klassískri Austfirðinga heldur ferna tónleika í fjórungnum frá fimmtudegi til sunnudags.



Tríóið skipa þau Svanur Vilbergsson gítarleikari, Erla Dóra Vogler mezzósópran og Hildur Þórðardóttir flautuleikari.

Á tónleikunum í ár verða meðal annars frumflutt verk eftir þrjú austfirsk tónskáld, þau Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur.

„Við höfum öll komið nálægt frumflutningi verka og finnst ótrúlega skemmtilegt að æfa og flytja verk sem ekki hafa verið flutt áður og hafa jafnvel verið skrifuð fyrir mann sjálfan, það er eitthvað persónulegt og einstakt við það,“ segir Erla Dóra.

Erla Dóra segir þetta í fjórða skipti sem Þrír klassískir Austfirðingar koma fram á Austurlandi með stuðningi Uppbyggingarsjóði Austurlands/Menningarráði

„Í þetta sinn langaði okkur að fá austfirsk tónskáld til að semja fyrir okkur verk til flutnings til að gera tónleikana enn austfirskari og tengdari íbúum fjórðungsins. Þó nokkur flott tónskáld búa á, eða eru frá Austurlandi.

Lögin sem við frumflytjum núna eru eftir Báru Sigurjónsdóttur, sem áður hefur samið fyrir tríóið og er ötult og stórskemmtilegt tónskáld, dr. Charles Ross, sem er Austfirðingum góðu kunnur, Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, sem er einmitt að ljúka tónsmíðanámi frá Listaháskóla Íslands í vor. Verkin eru mjög ólík en stórskemmtileg, bæði í flutningi og til áheyrnar."

Tónleikarnir fara fram á eftirfarandi stöðum:

  • Neskaupstaður, safnaðarheimilið – fimmtudagurinn 14. apríl, kl. 20:00
  • Stöðvarfjörður, Sköpunarmiðstöðin – föstudagurinn 15. apríl, kl. 20:00
  • Djúpivogur, Djúpavogskirkja – laugardagurinn 16. apríl, kl. 17:00
  • Egilsstaðir, Sláturhúsið – sunnudagurinn 17. apríl, kl. 16:00
Nánar má lesa um miðaverð hér.