Vilja ekki að fjármunir menningarsamninga fari í safnamál
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. apr 2011 19:21 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggst alfarið gegn hugmyndum um að þeim
fjármunum sem ráðstafað hefur verið til menningarsamninga sveitarfélaga
verði ætlað að standa að einhverju leiti undir safnastarfsemi á
landsbyggðinni.
Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á seinasta fundi ráðsins.
Í bókun ráðsins er bent á að í menningarsamningum er sérstaklega tekið fram að greiðslur samkvæmt þeim eigi ekki að renna til hefðbundins reksturs safna.
„Með hliðsjón af reynslunni af menningarsamningunum er þó hægt að mæla með því að úthlutun fjármuna til safnastarfs verði framkvæmd með svipuðum hætti, þ.e.a.s. með svæðisbundnum samningum og úthlutun styrkja undir yfirumsjón heimamanna í stað starfsmanna ráðuneyta.“
Í bókun ráðsins er bent á að í menningarsamningum er sérstaklega tekið fram að greiðslur samkvæmt þeim eigi ekki að renna til hefðbundins reksturs safna.
„Með hliðsjón af reynslunni af menningarsamningunum er þó hægt að mæla með því að úthlutun fjármuna til safnastarfs verði framkvæmd með svipuðum hætti, þ.e.a.s. með svæðisbundnum samningum og úthlutun styrkja undir yfirumsjón heimamanna í stað starfsmanna ráðuneyta.“