Vinavika á Vopnafirði: Vinabíó, vinadagur, kærleiksmaraþon, vinamessa, flugeldasýning, pítsuveisla o

vopnafjordur.jpgVinavikan er nú haldin í annað skiptið af unglingunum í æskulýðsfélagi Hofsprestakalls – Kýrosi. Á meðan vikunni stendur munu unglingarnir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá, ýmsum viðburðum og óvæntum uppákomum.

 

Hugmyndin að Vinavikunni varð til í æskulýðsfélagi Hofsprestakalls – Kýros. Á sunnudaginn var Vinabíó sem var fjölsótt, þá voru fyrirtæki og stofnanir skreytt með blöðrum, hjörtum og fallegum skilaboðum í tilefni af Vinavikunni. Í fyrstu skímu morguns fóru unglingarnir af stað og dreifðu hjörtum til íbúanna sem á voruð skrifuð skilaboð sem minna á mikilvægi vináttu og kærleika. Með þessu framtaki sýna unglingarnir hvað má gera mikið með einföldum hætti, hafa áhrif á umhverfið og oft þarf ekki mikið til að gleðja og vekja jákvæðar tilfinningar.  Í gær var Vinaskrúðganga.

Æskulýðsfélagið mun standa fyrir ýmsum óvæntum uppákomum næstu daga,  en nokkur leynd hvílir yfir þeim viðburðum. Í dag verður Vinadagur þar sem unglingarnir framkvæma góðverk fyrir náungann og á sunnudaginn verður kærleiksmaraþon í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju. Þar verður boðið upp á ókeypis vöfflukaffi, bílaþvott, andlitsmálun fyrir börnin og fleira.

Einnig verður gengið í hús og boðin fram aðstoð við tiltekt og heimilisstörfin. Þá lýkur dagskrá Vinavikunnar með Vinamessu kl. 17:00 í Vopnafjarðarkirkju, þar sem unglingar taka virkan þátt. Á eftir er pítsuveisla og Vinvikunni 2011 lýkur með flugeldasýningu.

Tilgangur Vinavikunnar er að minna á hin sönnu verðmæti lífsins, vináttuna og kærleikann: „Jesús sagði: Þetta býð ég yður að, þér elskið hvert annað.“  (Jh. 15.17). Í vinavikunni eru allir hvattir til að sýna umhyggju; heilsa, vinka, brosa, heimsækja, rétta hjálparhönd og þannig styrkja jákvæð tengsl við hvert við annað.

Unglingarnir í æskulýðsfélaginu leggja sig fram um að allt fari vel við framkvæmd vinavikunnar enda er þetta þeirra hugmynd og framkvæmd.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hofsprestakalls: www.kirkjan.is/hof

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.