Skip to main content

Vináttan getur gert kraftaverk: Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. okt 2012 14:29Uppfært 08. jan 2016 19:23

img_4760_web.jpg
Vinaviku æskulýðsfélags kirkjunnar á Vopnafirði lauk á sunnudag með kærleiksmaraþoni, vinamessu, pítsuveislu og flugeldasýningu. Aðstandendur eru ánægðir með hvernig til tókst.

Sunnudagurinn hófst með kærleiksmaraþoni þar sem krakkarnir gengu í hús og buðu fram aðstoð sína við heimilisstörfin. Þá var opið hús í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju, þar sem boðið var upp á kökur, vöfflu, djús og kaffi og andlitsmálun fyrir börn. 

Kærleiksmaraþonið er liður í söfnun í ferðasjóð æskulýðsfélagsins, en næstu helgi fara unglingarnir á Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar sem haldið verður á Egilsstöðum. Meira safnaðist en þurfti og hafa krakkarnir ákveðið að gefa það til söfnunar Landsmótsins þar sem safnað verður fyrir vatnsbrunnum í Malaví.

Kærleiksmaraþoninu lauk með vinamessu sem unglingar sáu um með sóknarpresti og söngfólki. Við lok guðsþjónustunnar sungu þau lagið „Traustur vinur“ sem þau hafa verið að æfa undanfarnar vikur.

Vinavikan sem unglingarnir standa fyrir og fór nú fram í þriðja skiptið með fjölmörgum viðburðum, s.s. vinabíó, vinaskrúðganga, knúsdagur, græni dagurinn og margt fleira. 

Þátttaka íbúa á Vopnafirði var mikil  og náði hámarki í messunni á sunnudag, þar sem Vopnfirðingar fylltu kirkjuna og tóku síðan þátt í pítsuveislu og fylgdust með flugeldasýningunni á eftir.  

Myndir: Magnús Már Þorvaldsson
 
img_4737_web.jpgimg_4739_web.jpgimg_4753_web.jpgimg_4726_web.jpgimg_2001_web.jpgimg_2084_web.jpgimg_2092_web.jpgimg_2090_web.jpgimg_2035_web.jpg