Völva Agl.is: Engar samgöngubætur á Austurlandi

volvumynd_web.jpgAustfirðingar fá engar þeirra samgöngubóta sem þeir harðast hafa barist fyrir síðustu misseri á árinu. Atvinnulífið er í kreppu og Norðlendingar reyna að ná til sín fyrirtækjum af Fljótsdalshéraði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fimmta hluta völvuspár Agl.is fyrir árið 2012.

 

Það kemur þægilega á óvart, aukið flug til Egilsstaða í sumar en þó verður mest ánægja með sjúkrahús við flugvöllinn. Umræða verður um að Ísland brjóti lög með því að hafa ekki fullkomið sjúkrahús við alþjóðlegan varaflugvöll á Egilsstöðum. Má þá segja að Egilsstaðir vakni úr dauðadái.

Flugvél hlekkist þar á í lendingu, það springur dekk en ekki verður manntjón.

Skógræktverður aðeins meiri en í fyrra, barist verður fyrir ylrækt á grænmeti við Urriðavatn en það verður torsótt.

Það er komið spurningamerki við álverið við Reyðarfjörð sem tengist vatni og raforku og síðan eykst flutningskostnaður á hráefni.

Niðurskurður hrellir HSA og líklega verður það leyst upp og allt fer í gamlan og ódýrari farveg, nema að samstarf við lækna á Landsspítala að þeir komi og geri aðgerðir á Egilsstöðum. Sjúkraflutningar eru of dýrir og verða þá fátíðari.

Ekki verður um frekari sameiningu sveitarfélaga að ræða á Austurlandi, þetta árið og ekki fyrr en jarðgöng koma undir Fjarðarheiði og Hellisheiði.

Það gerist lítið í atvinnulífinu, þau fyrirtæki sem eru starfandi rétt tóra út árið.

Lítið gerist á Drekasvæðinu fyrr en eftir nokkur ár. Við eigum eftir að frétta af KHB, það er til og verður vakið upp eftir nokkur ár, ekki strax.

Þá kemur í umræðu tilræði við Fljótsdalshérað um að koma atvinnu og fyrirtækjum burt til Norðurlands.

Lítið hefur gerst með Vatnajökulsþjóðgarð, þó ýmsir hafi miklar væntingar um ferðamannafjölda. Hreindýrin standa fyrir sinu en sauðaþjófar heyrast nefndir uppi á heiðum og þykja stórtækir.

Völvan sér engar samgöngubætur eða jarðgöng koma á Austurland á árinu.

Deilt verður um Sparisjóð Norðfjarðar, fólk vill vita hvers vegna á að leggja hann niður, vill fá sína peninga aftur og telur ekkert vit í að færa þá inn í bankaöngþveitið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.