Völva Agl.is: Engin ný stóriðja

volvumynd_web.jpgHörð umræða verður um atvinnu Íslendinga á árinu þar sem harðlega verður gagnrýnd löng skólaganga sem litlu skilar, einkum meðal þeirra sem lært hafa fjármál. Landbúnaður og sjávarútvegur fá hins vegar viðurkenningar fyrir verðmætasköpun. Engin ný stóriðja rís. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þriðja hluta spár völvu Agl.is fyrir árið 2012.

 

Menntun á Íslandi tekur marga stóran hluta af ævinni, allt frá barnsaldri þegar börn eru lokuð inni á leikskólum, til prófessorsnafnbótar. Fólk mun spyrja, hverju skilar þetta?

Sumir álíta að þetta fólk hafi glatað hæfileikanum til að hugsa sjálft og vega og meta hlutina.

Veruleikafirring verður sögð verulegt vandamál, vegna þess að grunngildi lífsins, matur vatn föt og húsaskjól eru ekki áhugamál þeirra sem stjórna og þetta er fólkið sem stjórnar heiminum með peningum. Það gengur ekki nógu vel vegna þess að grunngildin minna á sig þegar þau vantar og fólk deyr.

Veruleikafirring í fjármálunum er áberandi og afleiðingarnar láta ekki á sér standa með tilheyrandi hörmungum hjá fólki sem annars hefði það ágætt ef lífskjör væru jöfnuð.

Fólk fer í háskóla á fjármálabraut og árangurinn má heyra í fréttum og finna á eigin skinni.

Það er orðið langt síðan Húsmæðraskólarnir voru lagðir niður og síðan hefur enginn lært að bjarga sér við heimilishald og því síður að suma gardínur, föt  eða rúmföt, efni fást ekki lengur í það. Það er verið að gera Íslendinga ósjálfbjarga í öllu nema pikka á tölvu!  

Skólatími er þó svo langur að það jaðrar við manndrápsdóm.

Réttindi kvenna verða áfram skert með því að mæður ráða því ekki hvernig börn þeirra eru alin upp, þær verða að vinna við annað vegna bágrar fjárhagsstöðu sinnar segja þær. Fólk telur kjör fara versnandi frá því ein fyrirvinna dugði til framfærslu fjölskyldunnar.

Of lítið verður gert til að auka arðbæra atvinnu en þó eitthvað með ylrækt á grænmeti og ávöxtum.

Óvissa ríkir í með fataiðnað, það er áhugi en innflutningsaðilar spilla fyrir.

Eingin stóriðja kemur, það verður kallað orkusóun, mengun og óhagstæðir samningar.

Ferðafólk kemur en þó í minna mæli en vonir stóðu til.

Eitt flugfélag leggur upp laupana og eitthvað verður Pálmi í Fons til athugunar út af því og fleiru.

Einn sjónvarpsmiðill mun hætta og annar kemur í staðinn.

Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar nær ekki fram að ganga óbreytt, svo kvótakóngarnir halda sín eitthvað lengur.

Loðnan kemur seinna og bjargar einhverju. Bændur eru óþarflega skuldsettir vegna uppbyggingar og vélakaupa og reynt verður að bæta þar eitthvað úr.

Landbúnaður og sjávarútvegur skila sínu í ríkiskassann. Hugmynd kemur fram um að ríkið kaupi jarðir af einkaaðilum sem stunda ekki búskap og leigi þær bændum sem vilja framleiða kjöt og mjólk, kartöflur eða grænmeti. Innflutningsaðilar munu reyna að spilla þessu.  

Vinnusamræmi kemst í umræðuna og leitað verður jafnvægis á verðmætaskapandi vinnu, til dæmis bændur og útgerð eða kjöt og fiskur gegn afætuvinnu sem tekur laun án verðmætaaukningar, þegar sá hópur er orðinn of stór verður fjárhagur landsins skuldsettur.

Tilraun verður gerð til að fækka þessum afætustörfum en fjölga hinum.

Vinna fólks verður flokkuð í arðbær störf og afætustörf og verðmætaskapandi störf og reynt að láta fyrirtæki skila arði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.