Völva Agl.is: Næsti biskup verður kona

volvumynd_web.jpgNæsti biskup Íslands verður kona, ef marka má völvu Agl.is. Hressilega mun gusta um Ríkisútvarpið sem þjóðinni finnst erfitt að geta ekki hreinlega sagt upp. Kínverjar reyna að kaupa upp heiminn og Barack Obama verður endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fjórða hluta spárinnar fyrir árið 2012.

 

Fjölmiðlar

RÚV fær orð fyrir að beita fréttaþöggun og meira eftir að aðrar stöðvar hætta. Fólk verður reitt vegna auglýsingaplágu og íþróttaþátta sem yfirtaka dagskrána hjá RÚV, alltaf meira og meira.

Þjóðin verður mjög óánægð yfir að geta ekki sagt þessum fjölmiðli upp, ekki síst vegna síðustu hækkunar afnotagjalda.

Óhugnanlegir glæpaþættir verða á kvölddagskrá og endurteknir fram á nótt. Páll Magnússon situr áfram sem útvarpsstjóri enda pólitískt ráðinn en þjóðin borgar.

Ný sjónvarpsstöð mun koma fram á miðju ári og gestir þar munu koma við kviku RÚV í spjallþáttum. Bíómyndir um venjulegt fólk í eðlilegu umhverfi verða sýndar þar við miklar vinsældir. Einnig verða gamlar myndir með frægum leikurum sýndar þar við miklar vinsældir einnig. Tónlist liðinna ára frá ýmsum löndum verður líka vinsæl.

Reynt verður að bregða fæti fyrir þessa sjónvarpsstöð án árangurs, ef hún kemst í loftið á annað borð.

Það verður kallað mannréttindabrot að ekki er hægt að segja RÚV upp og heimtað að frjáls samkeppni ríki hjá fjölmiðlum og dagskrá þeirra verði ekki hafin yfir gagnrýni.

Fólk mun heimta að auglýsingar og íþróttafréttir verði á sér rás og þeir greiði fyrir sem á það vilji horfa.

Trúmál

Völvunni sýnist trúarbragðaruglið gengið yfir. Fólk mun finna sig öruggara í siðfræði kristinnar trúar, heldur en ganga aftur til ásatrúar sem ekki er hægt að framfylgja algjörlega, nema með mannvígum.

Kirkjan verður í góðum málum eftir innanhústiltekt og fær veraldlegt traust, eftir athugun á prestaskólanum og sínum trúarþjónum.

Völvunni sýnist næsti biskup verða kona.

Útlönd

Stríð fyrir bættu lífskjörum verður áfram í sumum löndum og vopnasala blómstrar.
Í Noregi fær Andreas Breivik lífstíðardóm, úrskurðaður heill á geði. Hann mun greina frá stuðningi við sig og segist ekki hafa verið einn í ráðum.

Barack Obama verður endurkjörinn forseti Bandaríkjanna, þar eru færri auðmenn en áður til að styðja ný framboð.

Fjármálakreppa og sundrung verður í heiminum sem Kínverjar reyna að kaupa og yfirtaka atvinnu með sínum mannfjölda. Þeim verður best ágengt í Afríku. Peningavald þeirra fer að dala eftir þrjú ár.

Evrópusambandið mun breytast mikið og verða aðallega samband Frakka og Þjóðverja. Önnur ríki fá ekki miklaaðstoð eða réttindi. Bretar þrjóskast áfram og tengja sig peningum annars staðar í nýlenduævintýrum, það dregur úr verðgildi peninga og vöruskipti verða algengari.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.