Völva Agl.is: Óvænt Kötlugos

volvumynd_web.jpgSkyndilegt Kötlugos kallar á miklar hörmungar, einkum fyrir Vestmannaeyinga. Árið verður úrkomusamt. Þetta kemur fram í fyrsta hluta völvuspár Agl.is sem birt er í dag.

 

Veðurfar:

„Meiri úrkoma fellur á Íslandi á árinu en lengi hefur gerst. Rysjótt veðurfar kemur illa við fólk fyrir sunnan og vestan í vetur. Skárra verður á Austur og Norðausturlandi, þó mun verða kalt vor þar.

Veðurkerfi eru að breytast í að hiti verði jafnari allt árið en það tekur nokkur ár áður en umhleypingar verða minni og veðurfar kyrrist.

Sumarið verður svalt og víða vætusamt en haustið langt kyrrt og sólríkt, fyrir austan. Sjaldan verður sama veður á öllu landinu.“

Náttúruhamfarir:

„Katla mun gjósa skyndilega. Tilhugsunin fyllir Völvuna óhug. Vestmannaeyjar verða vart byggilegar eftir þær hamfarir. Vatnsflóð, hraunstraumur og gríðarlegt öskufall mun leggja af gróðursælar byggðir.

Jarðskjálftar opna sprungur á stórum svæðum svo heitavatnsæðar lokast en koma fram annars staðar.

Hálslón verður skyndilega tómt og meira að segja leirinn hverfur úr botninum, farvegur Jökulsár á Dal verður þurr.

Askan frá Kötlu mun dreifast eitthvað en Austur og Norðausturland sleppa best.

Truflanir á flugi munu verða tilfinnanlegar. Þótt Egilsstaðaflugvöllur bjargi miklu vantar öryggisatriði, sjúkrahús við flugvöllinn. Reynt verður að bæta úr því á alþjóðlega vísu.

Erlendar þjóðir munu veita einhverja fjárhagsaðstoð en Rússar þó mest og Norðmenn munu bjóða Íslendinga velkomna til sín.

Skip mun stranda við suðurströndina og farast í ofsaroki.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.