Vor teygir sig inn í almenningsrými

Pólska listahátíðin Vor/Wiosna hefst um helgina, en þetta er í annað skiptið sem hátíðin er haldin á Austurlandi.

Öll verk hátíðarinnar eru unnin af ungum pólskum listamönnum sem ýmist búa á Íslandi, hafa búið hérlendis eða dreymir um að koma til landsins.

Sláturhúsið á Egilsstöðum verður, líkt og í fyrra, miðpunktur hátíðarinnar en að þessu sinni verða verk einnig sýnd á Eskifirði og Seyðisfirði. Á öllum þessum stöðum má finna verk á opinberum stöðum, svo sem almenningsgörðum, sundlaugum og verslunum.

Í ár eru listaverkin flest í formi myndbanda. Í tilkynningu hátíðahaldara er lagt út frá hvernig sýning þeirra á stöðum þar sem fólk eigi leið um á hverjum degi séu mörk listarinnar og hversdagsleikann rofinn. Þar með verði listaverkið bakgrunnur fyrir hefðbundin fyrirbæri eins og að kaupa í matinn eða fara í bankann.

Þar með er líka sleppt formlegheitum, svo sem aðdraganda, kynningum eða lófaklappi en þátttaka í slíkum siðum listastofnana gerir þær oft á tíðum óaðgengileg fyrir aðra. Slíkt kann að vekja athygli áhorfanda á listinni til lengri tíma.

Hátíðin hefst með stuttmyndasýningu í Herðubreið í dag en formleg hátíðaopnun er í Sláturhúsinu á morgun þar sem sýnd verða myndbandsverk fjögurra listamanna eða hópa. Listaháíðin stendur til 31. maí en dagskrá hennar má nálgast á vef Sláturhússins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.