Yfirheyrslan: „Ég er mjög sátt með seinustu helgi“

Helga Jóna Svansdóttir fékk gullverðlaun í þrístökki stúlkna 18-19 ára síðastliðna helgi á Íslandsmóti 15-22ja ára í frjálsíþróttum með stökki upp að 11,17 metra. Að auki fékk hún silfurverðlaun í 100 metra hlaupi þar sem hún hljóp á tímanum 13,52 sek.

„Ég er mjög sátt með seinustu helgi og ánægð að sjá loksins stórar bætingar. Ég var meidd mest allt innanhús tímabilið og því frábært að enda sumartímabilið svona“, segir Helga Jóna að vonum ánægð með árangur sinn

Fullt nafn: Helga Jóna Svansdóttir
Yfirheyrslan: „Ég er mjög sátt með seinustu helgi“: 19 ára
Starf: Vinn á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum, ásamt því að þjálfa yngri hóp Frjálsíþróttadeildar Hattar
Maki: Enginn
Börn: Engin

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Á mörg uppáhalds lög með Shawn Mendes og James Bay, en annars er ég búin að hlusta mikið á „Ég vil það“ seinustu dagana

Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Væri til í að geta ferðast milli staða og landa bara með því að smella fingrunum, myndi henta mjög vel

Besta bók sem þú hefur lesið? Ætli 13 ástæður sé ekki sú bók sem hefur haft mest áhrif á mig

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Fáskrúðsfjörður hjá ömmu og afa

Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Sumarið af því að þá er hægt að æfa úti og það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. En svo líka haustin því með því fylgja oft ný tækifæri og kaflaskipti í lífinu

Hvernig líta kosífötin þín út? Er mjög mikið í íþróttafötunum og á því engin sérstök kósýföt

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Vinna->Þjálfa->Æfing

Hver er uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Örugglega föstudagar, því þá hef ég mestann frítíma

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Alltof erfitt að velja einhvern einn

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Ætla bara að vera heima og gera eitthvað með fjölskyldunni

Settir þú þér áramótaheit? Nei hef aldrei verið mikið fyrir þau

Hver er þín helsta fyrirmynd? Pabbi minn

Ef þú gætir breytt einhverju í heiminum hvað væri það? Öllu því sem er óréttlátt

Topp þrjú á þínum „bucket list“? Ferðast meira um heiminn, læra að surfa á Bali og komast í split

Ertu nammigrís? Já, óþarflega mikill!

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.