30. ágúst 2019
Helgin: Leitað að aukaleikurunum í nýja austfirska kvikmynd
Austfirðingar þurfa ekki að láta sér leiðast um helgina en ýmislegt er á döfinni í fjórðungnum. Í Safnahúsinu á Egilsstöðum verður farið yfir sögu þýskra kvenna á Íslandi, haustgleði og töðugjöld verða í Burstafelli, skógarmessa í Heydalaprestakalli og tónleikar í sundlauginni í Neskaupsstað.