23. ágúst 2019
Yfirheyrslan: Lýst vel á grunnskólann
Þessa dagana hefja skólar göngu sína út um fjórðunginn. Nemendur á öllum skólastigum setjast aftur á skólabekk eftir sumarfrí og börn fædd árið 2013 setjast í fyrsta sinn á grunnskólabekk. Iðunn Elísa Jónsdóttir er í yfirheyrslu vikunnar en fyrsti skóladagurinn hennar í Grunnskólanum á Reyðarfirði var í gær.