22. nóvember 2019
Soroptimistar segja nei við ofbeldi
Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir ljósagöngu næstkomandi mánudag. Gangan er liður í að vekja athygli á baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gangan hefst kl. 17.00 við Egilsstaðakirkju og lýkur við Gistihúsið á Egilsstöðum.