18. júlí 2018
Austfirskt blúsband spilar á Ólafsvöku í Færeyjum
„Við hlökkum gríðarlega mikið til þess að fara út og spila fyrir frændur okkar í Færeyjum,“ segir Jóhanna Seljan, söngkona og forsprakki austfirsku sveitarinnar The Borrowed brass blues band, sem er á leið í tónleikaferðalag til Færeyja á Ólafsvöku helgina 27.-29. júlí.