01. júní 2018
Yfirheyrsla: „Ég er einstaklega löt“
„Liljurnar vantaði kjóla, mig vantaði lokaverkefni. Mamma lagði saman tvo og tvo og skipaði okkur systrunum að leysa þetta,“ segir Bríet Finnsdóttir sem hlaut hæstu einkunn fyrir lokaverkefni sitt frá Menntaskólanum á Egilsstöðum á dögunum þegar hún hannaði og sérsaumaði kjól á hvern og einn meðlim í stúlknakórnum Liljunum. Bríet er í yfirheyrslu vikunnar.