Skip to main content

Menningarveisla á Austurlandi alla helgina

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. júl 2018 14:03Uppfært 20. júl 2018 16:23

Sannkölluð menningarveisla verður á Austurlandi um helgina með tónlist landsþekktra listamanna í forgrunni á borð við KK, Pál Óskar, Ásgeir Trausta og Svölu Björgvins.


Lokahátíð LungA er hafin á Seyðisfirði og eins og fram kom á Austurfrétt í vikunni verða að þessu sinni tvö glæsileg tónleikakvöld í stað eins sem áður hefur verið.

Í kvöld, föstudagskvöld koma fram listamennirnir Páll Óskar [IS], Vök [IS], JóiPé og Króli [IS], Sykur [IS], Auður [IS] og Munstur [IS]. Annað kvöld koma fram listamennirnir Princess Nokia [US], Rvk dtr. [IS], Soleima [DK), Alvia Island [IS) Svala [IS] og Kría [IS]. Hér má nánar fylgjast með dagskránni á LungA .


Ari Eldjárn með uppistand í Trjásafninu
Ari Eldjárn verður með uppistand í Trjásafninu í Mörkinni í Hallormsstað á laugardaginn klukkan 14:00. Miðaverð er 2000 krónur en frítt fyrir 11 ára og yngri.

KK í Fjarðaborg á laugardag
Listamaðurinn KK verður með tónleika í Fjarðaborg á Borgarfirði á laugardagskvöldið og hefjast þeir klukkan 21:30.

Ásgeir Trausti í Havarí á sunnudag
Ásgeir Trausti er á sínu fyrsta tónleikaferðalagi um Ísland þar sem hann kemur fram á tveggja vikna tímabili. Hann verður í Havarí á sunnudaginn þar sem hann frumflytur meðal annars nýtt efni af væntanlegri plötu sem væntanleg er í upphafi nýs árs.

Alexander Jarl á Feita fílnum
Rapparinn Alexander Jarl kemur fram á skemmtistaðnum Feita fílnum í Valaskjálf á Egilsstöðum annað kvöld. Alexander Jarl gaf síðasta haust út sína fyrstu plötu „Ekkert er eilíft“ sem fékk fínar viðtökur.