Fresta upptöku bílastæðagjalda á Egilsstaðaflugvelli

Isavia hefur ákveðið að fresta upptöku bílastæðagjalda á flugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar til í vor. Þá er stefnt að því að taka upp bílastæðagjöld við Reykjavíkurflugvöll og á flugvöllunum tveimur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Til stóðað hefja gjaldtökuna í  byrjun febrúar en nú hefur því sem fyrr segir verið frestað.
Töluverðrar óánægju hefur orðið vart vegna þessara fyrirætlanna, bæði fyrir austan og norðan.

Þá hefur efasemdum verið lýst varðandi lögmæti gjaldtökunnar. Í síðustu viku birti Austurfrétt aðsenda grein Jóns Jónssonar lögmanns þar sem hann færði fyrir því rök að álitamál væri hvort að gjaldtakan samræmdist jafnræðisreglum, sem og að vafamál væri að fyrir henni væri lagaheimild.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.