Ólafur Hr. Sigurðsson, fráfarandi bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar,
segist mjög ósáttur við að útkoman á rekstri sveitarfélagsins hafi verið
20 milljónum lakari en ráð var fyrir gert á seinast ári. Skömmu fyrir
kosningar hafi forsvarsmenn sveitarfélagsins skort pólitískt hugrekki
til að ráðast í nauðsynlegan niðurskurð í skólamálum.
Lögreglan á Egilsstöðum rannsakar nauðgunarkæru sem lögð var fram um
seinustu helgi. Kona kærði karlmann sem hún segir hafa brotist inn til
sín aðfaranótt sunnudags. Lögreglan rannasakar einnig kæru vegna
dýraníðs.
Viðbragðsaðilar á Fljótsdalshéraði æfðu í seinustu viku viðbrögð við
miklu bílslysi. Þar komu saman sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn,
læknar og hjúkrunarfólk.
Ólafur Hr. Sigurðsson, fráfarandi bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar,
segir það verst af öllu við að standa upp úr bæjarstjórastólnum að þurfa
hugsanlega að leita sér vinnu utan Seyðisfjarðar.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar segir tímaritið Frjálsa verslun vart hafa
viðhaft „vísindaleg vinnubrögð“ þegar bornir voru saman framhaldsskólar
landsins í úttekt í nýjasta tölublaði þess. Verkmenntaskóli Austurlands
varð þar í neðsta sæti.
Ólafur Hr. Sigurðsson sagði af sér sem bæjarstjóri
Seyðisfjarðarkaupstaðar á fundi bæjarráðs í gærkvöldi. Hann segist með
þessu axla ábyrgð á vondri niðurstöðu á seinasta fjárhagsári. Hann njóti
heldur ekki fulls trausts meirihlutans.
Suður-afrísku kajakræðararnir Riaan Manser og Dan Skinstad, sem róið
hafa meðfram austurströndinni seinasta hálfa mánuðinn, eru að verða
komnir út úr fjórðungnum og stefna hraðbyri til Hornafjarðar. Litlu
munaði að illa færi einn daginn eftir að félagarnir réru frá
Seyðisfirði. Þrátt fyrir erfiða sjóferð hafi verið ótrúlegt að horfa á
náttúruna.
Óveður og ófærð er enn víða á Austurlandi og snjó kyngir niður. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands sendi í morgun frá sér tilkynningu um töluvert mikið breytta dagskrá unglingalandsmótsins um verslunarmannahelgina þar sem tekið er mið af núverandi veðuraðstæðum.
Mikil eftirspurn er eftir vinnuafli á Borgarfirði eystri þessa dagana og
anna Borgfirðingar henni ekki allri sjálfri. Erfitt er samt að
fullnægja eftirspurninni þar sem íbúðarhúsnæði vantar líka.
Stjórnendur Hörpu virðast ómeðvitað hafa blandað sér í áratuga langa og
harðvítuga deilu milli Héraðs og Fjarða um hvar höfuðstaður Austurlands
sé þegar þeir buðu bæjarstjóra sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs að vera
viðstaddur opnun hússins á föstudagskvöld.