Tveir mættu til að kaupa ódýr fargjöld: Engar myndir bárust af þríhyrnda hreindýrinu

AusturfrettTveir einstaklingar hlupu apríl í boði Austurfréttar í gær þegar þeir mættu á flugvöllinn á Egilsstöðum til að reyna að tryggja sér ódýr fargjöld. Að auki sögðum við frá þríhyrndu hreindýri sem héldi til á Völlum og væri líffræðilega einstakt.

Austurfrétt birti tvær gabbfréttir í gær. Annars vegar var því haldið fram að Flugfélag Íslands byði upp á tilboð á flugfargjöldum á milli Egilsstaða og Reykjavíkur eftir langan vetur en þau væru einungis bókanleg á Egilsstaðaflugvelli.

Tveir munu hafa mætt á völlinn, komnir mislangt að. Ekki virðast margir hafa látið glepjast af fréttinni en heitar umræður urðu á samfélagsmiðlum.

„Þjóðtrúin segir að menn þurfi að hlaupa yfir þrjá þröskulda til að aprílhlaup teljist fullgilt. Ýmiss konar tilboð hafa verið vinsæl göbb á fyrsta apríl og í ljósi mikillar umræðu um flugfargjöldin að undanförnu fannst okkur þetta tilvalið," segir Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar.

Þá greindum við í gær frá því að þríhyrnt hreindýr hefði sést á Völlum og óskað var eftir myndum af því. Engar myndir munu hafa borist en einn fréttamaður mun hafa hringt í hreindýrasérfræðinginn, sem tók þátt í spunanum, og spurt um dýrið. Sá áttaði sig hins vegar á hvernig í pottinn var búið á meðan símtalinu stóð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.