Helgin lofar góðu
Enn á ný er komin helgi og líkt og áður er menningarlíf fjórðungsins fjölbreytt og skemmtilegt.Rétt er að taka fram að helgarlistinn er ekki tæmandi og líklegt er að fjölmargt annað sé í boði víðsvegar um fjórðunginn.
Föstudagur
Sannkallaður menningardagur verður á Stöðvarfjörður það sem staðurinn mun iða af lífi og fjöri, eins og Austurfrétt greindi frá hér.
SAM-félagið, grasrótarfélag skapandi fólks á Austurlandi ætlar að hittast í Herðubreið á Seyðisfirði í dag. Þar verða ör-kynningar á félaginu og verkefnum þess. Þátttökuskráning er mikilvæg og fer hún fram hér.
MurMur heldur tónleika í Löngubúð í kvöld. MurMur er skipuð ungum og upprennandi tónlistarmönnum en sveitin varð til í vor á hljómsveitarnámskeiði Jóns Hilmars Kárasonar, gítarleikara í Neskaupstað. MurMur stefnir á Músiktilraunir næsta ár og fer ágóði af tónleikunum í ferðasjóð og stúdíótíma. Nánar má lesa um tónleikana hér.
Laugardagur
Davíð Þór Jónsson mun lesa upp úr og árita nýútkomna bók sína, Mórún-Í skugga skrattakolls, í Bókakaffi Hlöðum í Fellabæ á laugardaginn. Nánar má lesa um viðburðinn hér.
Videoinnsetning eftir Charles Ross tónlistarkennara og tónskáld verður opnuð í Gallerí Klaustri á Skriðuklaustri. Sýningin samanstendur af tónverki og myndlist og heitir „Dogger".
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona heimsækir einnig Skriðuklaustur á laugardaginn þar sem hún flytur erindi um dvöl sína sem átta ára stelpa hjá læknisfrúnni á Eskifirði sumarið 1944. Nánar má lesa um viðburðina hér.
Þrjár stuttar heimildamyndir verða sýndar í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs á laugardag. Myndirnar eru „Drottins náð" eftir Kristján Loðmfjörð sem var tekin upp á Austur- og Norðurlandi. Einnig „Ef veður leyfir" eftir Huldar Breiðfjörð og „Systur" eftir Helenu Stefánsdóttur. Nánar má lesa um kvikmyndaveisluna hér.
Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari flytur tónlist fyrir rafmagnsfiðlu og vídeó eftir íslensk og erlend tónskáld og listamenn í Löngubúð á Djúpavogi á laugardagskvöldið. Meðal þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum eru Meistarinn himna hers eftir David Morneau og Hugsanir hrafna eftir Mark Haggerty, sem frumflutt verða í Löngubúð. Nánar má lesa um tónleikana hér.
Ljósmynd: Hljómsveitin MurMur