Skip to main content

Menning, tækni og íþróttir um helgina

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. okt 2015 09:48Uppfært 09. okt 2015 09:49

brot ur sogu baejarNóg verður um að vera í fjórðungnum um helgar.



Eins og við greindum frá fyrr í vikunni verður Tæknidagur fjölskyldunnar haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands á morgun, laugardag. Dagurinn er sem fyrr tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa. Sjá nánar hér.

Nóg verður um að vera í Menningarmiðtöð Fljótsdalshérað á laugardag. Agniezka Sosnowska opnar ljósmyndasýningu og einleikurinn Þú kemst þinn veg verður sýndur í frystiklefanum annað kvöld. Nánar má lesa um viðburðina hér.

Creedence Travelling band verður með tónleika í Valaskjálf á Egilsstöðum á laugardagskvöld klukkan 22:00.

Möguleikhúsið er á ferðinni með sýninguna Eldklerkurinn, um Jón Steingrímsson og Skaftáreldana. Fyrsta sýning á Austurlandi er í Djúpavogskirkju á sunnudagskvöldið klukkan 20:00.

Heimildarmyndin Brot úr sögu bæjar verður sýnd á Fáskrúðsfirði. Austurfrétt fjallaði um myndina eins og má lesa um hér.

Blakið er komið á fulla ferð og verða bæði meistarafélagslið Þróttar á ferðinni um helgina. Kvennaliðið spilar við Þrótt RVK í Kennaraháskólanum klukkan 18:00 á föstudag, en karlaliðið mætir Stjörnunni í Ásgarði klukkan 21:00.

Bæði liðin mæta Stjörnunni úr Garðabæ á laugardag. Kvennaliðið klukkan klukkan 11:30 og karlaliðið kl. 13:30. Athugið, báðir laugardagsleikirnir verða sýnidir í beinni útsendingu á sporttv.is.

Önnur helgi höfundasmiðjunnar Okkar eigin verður haldin í Fellabæ um helgina. Umfjöllun um höfundasmiðjurnar má sjá hér og nánari upplýsingar má nálgast hér.