Á fætur í Fjarðabyggð: Sama fólkið kemur aftur og aftur

„Að sjálfsögðu pöntuðum við góða veðrið fyrir gönguvikuna og það gekk eftir. Ekki er heldur annað að sjá í kortunum en bongóblíðu á næstunni,” segir Sævar Guðjónsson, einn þeirra sem stendur að gönguvikunni „Á fætur í Fjarðabyggð” sem hófst á laugardaginn.



Gönguvikan stendur til laugardagsins næsta og fyllir því átta daga af fjölbreyttum viðburðum og útivist, en skipuleggjendur hennar eru Ferðafélag Fjarðamanna og Ferðaþjónustan á Mjóeyri.

Innan gönguvikunnar eru fjölskyldugöngur, sögugöngur, krefjandi áskoranir fyrir alvöru göngugarpa og allt þar á milli. Fjöllin fimm eru skemmtileg áskorun fyrir alla þátttakendur. Þeir sem klífa þau öll fá heiðursnafnbótina „fjallagarpur” gönguvikunnar en nóg er fyrir fimmtán ára og yngri að klífa þrjú fjöll til að landa titlinum. Þeir sem yngri eru eiga svo kost á því að hljóta nafnbótina „göngugarpur” vikunnar með því að taka þátt í öllum seinnipartsgöngunum. Fyrir allra yngstu göngugarpana býðst náttúru- og leikjanámskeið. Allir dagarnir enda svo á skemmtilegum kvöldvökum.

Göngugarparnir koma víða að
Sævar segir nokkuð um að sama fólkið taki þátt í gönguvikunni aftur og aftur, bæði heimamenn og gestir, enda er boðið upp á nýjar gönguleiðir árlega. „Fólk er að koma allsstaðar að og jafnvel að heimamenn virðst töluvert stíla fríin sín inn á þennan tíma. Hér er fólk frá Keflavík, Reykjavík, Akureyri, Vestmannaeyjum og svo má ekki gleyma bretunum sem eru hér ellefta árið í röð og hafa einungis misst úr eitt skipti,” segir Sævar.

Dagskrá gönguvikunnar má sjá hér.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.