Áætlað að Vök Baths opni um næstu mánaðamót

Framkvæmdir við baðstaðinn Vök í Urriðiðavatni eru vel á veg komnar og áætlanir gera ráð fyrir að hann opni um næstu mánaðamót. Sjónvarpsstöðin N4 leit þar við fyrir skemmstu.

Vök Baths eru heitar náttúrulaugar við Urriðavatn, í einungis fimm kílómetra fjarlægð frá Egilsstöðum. Baðstaðurinn hefur nokkra sérstöðu, en hann samanstendur af tveimur fljótandi laugum sem staðsettar eru í vatninu. Auk þeirra verða aðrar tvær heitar laugar við strönd vatnsins, köld úðagöng, gufubað og veitingastaður. Heiður Vigfúsdóttir er framkvæmdastjóri Vök Baths. „Fljótandi laugar eru nýnæmi hér á landi en í þeim ná gestir að upplifa einstaka tengingu við náttúruna með útsýni í allar áttir, en hvor um sig eru 22 tonn og setja mikinn svip á svæðið.”

Heiður segir að sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu sé lykilatriði í starfsemi fyrirtækisins. „Mikil áhersla var lögð á að húsið myndi falla inn í náttúruna og aðlagast umhverfinu vel. Þá er það hráefni sem við munum nota að mestu af svæðinu, efniviðurinn er meðal annars lerki úr Fljótsdal og mest allt starfsaflið er af svæðinu. Þetta á að vera „lókal fílingur” þannig að ferðamaðurinn nái að upplifa svæðið okkar og náttúruna sem Héraðið hefur upp á að bjóða á einum stað.”

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.