Skip to main content

„Ætlum að sjálfsögðu að gera okkar allra besta“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. mar 2018 11:46Uppfært 16. mar 2018 12:42

„Bekkjakerfið heillar mig auk þess sem mér finnst MA spennandi skóli,“ segir Djúpavogsbúinn Ragnar Sigurður Kristjánsson, sem keppir í kvöld fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri í undanúrslitum Gettu betur.

Þetta annað árið í röð sem Ragnar er í liðinu, en hann útskrifast úr skólanum í vor. Auk Ragnars skipa liðið þau Sölvi Halldórsson og Sabrina Rosazza, en hún bjó einnig á Djúpavogi um tíma.

Í kvöld mæta þau liði Fjölbrautarskólans í Garðabæ. MA komst einnig í undanúrslit í fyrra þar sem það tapaði fyrir liði Kvennaskólans sem vann keppnina. Liðið vann keppnina síðast árið 2006.

„Ég hef alltaf haft gaman af spurningakeppnum og að taka þátt í þeim sjálfur. Mitt sérsvið má kannski segja að sé á íslenskri sögu, landafræði og stjórmálum. Andinn í liðinu er mjög góður og höfum við verið að æfa öllum stundum síðustu viku. Við erum að mæta mjög sterku liði í kvöld en ætlum að sjálfsögðu að gera okkar allra besta,“ segir Ragnar sem hvetur alla að vera rétt stillta klukkan 20:15.