Afþreyingahús við Hulduhlíð

„Afþreyingahúsið verður kærkomin viðbót við okkar huggulega heimili,” segir Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð, en Thorsahús við Hulduhlíð verður vígt við hátíðlega athöfn í byrjun mars.

Húsið er gjöf frá Thor Klausen frá Eskifirði sem hefði orðið 100 ára í ár. „Thorsaklúbburinn" hefur haldið utan um verkefnið og sjóðinn en hann skipa Árni Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hulduhlíðar, Þórhallur Þorvaldsson og Gísli Benediktsson. 

„Húsið verður nýtt sem afþreyingahús og samkomusalur. Búið er að kaupa poolborð, boccia og fleira fyrir gjafafé Thors,” segir Ragnar en húsið er staðsett í bakgarðinum á Hulduhlíð og er í sama stíl og hjúkrunarheimilið.

„Húsið á eftir að nýtast vel og það verður kærkomin tilbreyting fyrir íbúa að komast aðeins út úr sínu hefðbundna umhverfi en þurfa þó ekki að fara langt. Þetta er jafnframt liður í því að auka afþreyingu íbúa, leggja áherslu á félagsstarf og draga úr allri einveru.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.