Skip to main content

Alcoa styrkir hreinsun stranda í Fjarðabyggð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. júl 2019 15:02Uppfært 25. júl 2019 15:03

Samfélagssjóður Alcoa hefur veitt tæplega fjögurra milljóna styrk til hreinsunar á strandlengju Fjarðabyggðar. Sjálfboðaliðar frá Fjarðaáli hafa að auki tekið þátt í verkefninu.


Sveitarfélagið, í samvinnu við nokkur félagasamtök á svæðinu, stendur í sumar fyrir strandhreinsunarverkefni. Ætlunin er að hreinsa strandirnar í öllum fjörðum Fjarðabyggðar.

Nýverið veitti samfélagssjóður Alcoa 3,7 milljónum króna til verkefnisins sem nýtist í að greiða kostnað við hreinsunina.

Í lok júní tóku sjálfboðaliðar úr hópi starfsmanna álversins á Reyðarfirði sig til og hreinsuðu fjöruna frá álverslóðinni út með Hólmum og út í Hólmanes. Unnið var í fjóra tíma og tóku alls 22 sjálfboðaliðar þátt í hreinsuninni.

Þeim innan handar voru félagar úr björgunarsveitinni Ársól á Reyðarfirði sem fjarlægðu ruslið sem safnaðist, en það var umtalsvert og Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar.