Alcoa styrkir hreinsun stranda í Fjarðabyggð

Samfélagssjóður Alcoa hefur veitt tæplega fjögurra milljóna styrk til hreinsunar á strandlengju Fjarðabyggðar. Sjálfboðaliðar frá Fjarðaáli hafa að auki tekið þátt í verkefninu.

Sveitarfélagið, í samvinnu við nokkur félagasamtök á svæðinu, stendur í sumar fyrir strandhreinsunarverkefni. Ætlunin er að hreinsa strandirnar í öllum fjörðum Fjarðabyggðar.

Nýverið veitti samfélagssjóður Alcoa 3,7 milljónum króna til verkefnisins sem nýtist í að greiða kostnað við hreinsunina.

Í lok júní tóku sjálfboðaliðar úr hópi starfsmanna álversins á Reyðarfirði sig til og hreinsuðu fjöruna frá álverslóðinni út með Hólmum og út í Hólmanes. Unnið var í fjóra tíma og tóku alls 22 sjálfboðaliðar þátt í hreinsuninni.

Þeim innan handar voru félagar úr björgunarsveitinni Ársól á Reyðarfirði sem fjarlægðu ruslið sem safnaðist, en það var umtalsvert og Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.