Árni Ísleifsson látinn
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. okt 2018 12:35 • Uppfært 29. okt 2018 12:40
Árni Ísleifsson, fyrrum tónlistarkennari á Egilsstöðum og hvatamaður að stofnun Jazzhátíðar Egilsstaða er látinn, 91 árs að aldri.
Árni var fæddur í Reykjavík 18. September 1927. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að hann hafi lokið námi frá Verslunarskóla Íslands og tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Hann var þekktur hljóðfæraleikari og spilaði með ýmsum danshljómsveitum, meðal annars hljómsveit Svavars Gests.
Árni flutti síðar austur í Egilsstaði og kenndi tónlist þar frá 1977-1999 að hann flutti aftur til Reykjavíkur.
Þekktastur er Árni fyrir að hafa komið Jazzhátíð Egilsstaða á laggirnar árið 1988 og stjórnað henni í nær tvo áratugi. Þótt hann væri hættur að stjórna hátíðinni hélt hann áfram að heimsækja hana og koma fram. Þannig lék hann nokkur lög með fyrstu böndunum á svið á hátíðinni árið 2014.
Árni á Jazzhátíð 2014. Mynd: Ásbjörn Eðvaldsson