„Ég er alinn upp í bensínlykt”

START aktursíþróttaklúbbur stendur fyrir tækjasýningu í Dekkjahöllinni á Egilsstöðum á laugardagskvöldið. Kristdór Þór Gunnarsson, forstjóri Dekkjahallarinnar, er í yfirheyrslu vikunnar.



Í auglýsingu frá klúbbnum segir að á sýningunni verði allt það helsta sem er nýtt og áhugavert í sambandi við mótorsport.

„Mótorsportáhugamenn á Austurlandi koma með tækin sín og sýna þau og segja grobbsögur sín á milli,” segir Kristdór, aðspurður út á hvað sýningin á laugardaginn gangi.

„Við ákváðum að gera þetta í fyrra til að athuga hvort það væri áhugi á svæðinu fyrir því að hittast og skoða tækin hjá hverjum öðrum og sýna þeim sem hafa áhuga og það tókst mjög vel, það mætti nokkur fjöldi fólks og við höfðum mjög gaman af. Þetta er bara gott tækifæri til að hittast og tala umsameiginleg áhugamál.”

Fullt nafn: Kristdór Þór Gunnarsson.

Aldur: 39 ára.

Starf: Forstjóri Dekkjahallarinnar.

Maki: Ásgerður Halldórsdóttir.

Börn: Já hellingur, 4 stk.

Hvenær og af hverju byrjaðir þú í sportinu? Ég er alinn upp í bensínlykt, eignaðist minn fyrsta sleða þegar ég var 13 ára en byrjaði að keyra og leika mér á tækjum mun fyrr.

Eftirminnilegt atvik úr sportinu? Þau eru mörg, ekkert sérstaklega merkilegra en annað.

Hver er þinn helsti kostur? Ekki hugmynd, vonandi bara dugnaður.

Hver er þinn helsti ókostur? Gríðarleg tækja- og bílafíkn, væri alveg til í að eiga ódýrara áhugamál.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Egilsstaðir.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Örugglega bara dekkjakall.

Áttu gæludýr, ef svo er, hvað þá? Við eigum alltaf nokkra ketti.

Mesta undur veraldar? Börnin mín.


Hvað ertu með í vösunum? Fullt af allskonar drasli og ca 15 lykla.


Ertu mikill kokkur? Já ég myndi segja það, hef allavega gaman af því.

Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Að sjá fram í tímann.

Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Sumarið, þá er nýtt ævintýri á hverjum degi.

Hver er uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Allir jafn góðir.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Hef aldrei spáð í því.

Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Þvo þvott, það þarf ekki að útskýra það.

Settir þú þér áramótaheit? Nei.

Hvað er svona skemmtilegt við mótorsport? Útivera og adrenalín fygir öllum þessum sportum. Maður er í tengslum við náttúrunna og öll skilningarvitin eru í gangi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.