Fjárhundakeppni Austurlandsdeildar SFÍ - Úrslit

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands stóð fyrir fjárhundakeppni á Eyrarlandi í Fljótsdal laugardaginn 9. nóvember. Keppt var í hefðbundnum flokkum fjárhundakeppni. Þorvarður Ingimarsson á Eyrarlandi, formaður Austurlandsdeildar Smalahundafélags Íslands, sigraði í A-flokki með hund sinn Spaða og var í 3. sæti í sama flokki með Queen.


Sigurvegarar í keppninni fengu vegleg verðlaun frá Landstólpa á Egilssstöðum. Aðalfundur Austurlandsdeildar Smalahundafélags Íslands var haldinn að móti loknu. Úrslit urðu þessi:



A-flokkur, 110 stig möguleg. Ætlaður fulltömdum hundum. Lengd brautar 350 m:
1. Varsi og Spaði,
2. Sverrir og Gutti,
3. Varsi og Queen



B-flokkur, 100 stig möguleg. Ætlaður þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum. Lengd brautar 150 m:
1. Ingvi og Nala,
2. Agnar og Kópur,
3. Krzysztof og Oreó



Unghundaflokkur, 100 stig möguleg. Ætlaður hundum undir 3ja ára aldri. Lengd brautar 200 m:
1. Maríus og Fríða,
2. Krzysztof og Loki,
3. Marzibil og Spænir.

 

Á myndinni eru sigurvegarar í A-flokki, Þorvarður (Varsi) og Sverrir,  með fjárhundana Spaða, Queen og Gutta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.