„Fólk finnur ekki frið í sálinni fyrir efnishyggjunni“

„Þegar við prófum eitthvað nýtt förum við út fyrir rammann og það er lærdómur, þroski og skilningur sem því fylgir,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir, upphafsmaður og stjórnandi Kærleiksdaga, sem fara fram á Breiðdalsvík 18.-23. apríl. 


Kærleiksdagarnir verða núna haldnir á Breiðdalsvík í þriðja skipti. „Í fyrsta skiptið var mér boðið að koma austur af fólki sem hafði heyrt gott af okkur og hafði áhuga á að fá okkur. Litla samfélagið tók vel á móti okkur og því leggjum við land undir fót aftur og aftur.“

Vigdís segir að svo fáir meðferðaralilar hafi áformað að koma með í ár að hún hafi á tímabili hætt við að koma. „En, þá fór fólk að hafa samband og ég heyrði í tveimur meðferðaraðilum sem höfðu sömu tilfinningu og ég – við eigum erindi austur og förum þótt fáir mæti. Þannig hljómar hugsjónastarf í raun, það er ekki fjöldinn heldur fæjunum sem er sáð sem skiptir máli.

Vigdís hélt Kærleiksdagana áður á Vestfjörðum. „Nú verður fróðlegt að sjá hvort fólkið fyrir austan nýtir sér þessa orku, þjónustu og fróðleik sem við færum, en það er óvíst að við höldum áfram að koma ef fáir mæta og taka þátt með okkur.“
 
Færra fólk kemur á kærleiksdaga um þessar mundir

Vigdís segist finna fyrir auknum áhuga á andlegum málefnum. „Ég finn fyrir því hjá mörgum, þar sem fólk finnur ekki frið í sálinni í efnishyggjunni. Því miður er góðærið svo mikið núna og margt í boði, hraðinn svo mikill að allir eru að gleyma öllu. Það er mín sýn að færra fólk hefur komið á Kærleiksdagana að undanförnu en eftir hrun, því þá jókst aðsóknin.“
 


Lærdómur í því að fara út fyrir rammann

„Allir geta mætt og um að gera að koma og sjá hvað við erum að gera, en ég trúi því að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, í átt að því að verða betri manneskja, en um það snýst málið – að læra að þekkja sjálfan sig, vinna með sín áföll og sínar tilfinningar. Þegar við prófum eitthvað nýtt förum við út fyrir rammann og það er lærdómur, þroski og skilningur sem því fylgir. Mikilvægast af öllu er að þekkja sjálfan sig, skilja, viðurkenna og elska. Þess vegna ættum við að rækta okkur sjálf á öllum sviðum, en samvera á Kærleiksdögum er ein leið til þess.“


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.