Formlegir föstudagar í Kjörbúðinni á Seyðisfirði

„Við höldum þessu áfram inn í sumarið, það er ekki spurning,“ segir Ágúst Magnússon, verslunarstjóri Kjörbúðarinnar á Seyðisfirði um „formlega föstudaga“ sem komið hefur verið á í versluninni.


Undanfarna mánuði hefur starfsfólk Kjörbúðarinnar á Seyðisfirði mætt prúðbúið til vinnu á föstudögum og hefur uppátækið verið nefnt „formlegir föstudagar“. Hvernig fæddist hugmyndin?

„Ég veit nú ekki hvort ég á að segja það,“ segir Ágúst og hlær. „Við vorum semsagt tveir, ég og samstarfsmaður minn, að ræða að okkur þætti standart í klæðaburði hjá karlmönnum ekki nógu hár og ákváðum því daginn eftir að mæta í skyrtu og með bindi í vinnuna. Okkur þótti það svo skemmtilegt að við héldum því áfram og ákváðum að þetta yrði hefð á föstudögum. Það eru ekki bara karlmenn að vinna í Kjörbúðinni og stelpurnar hafa einnig mætt fínar, en daginn sem myndin var tekin ákvað ein þeirra að mæta einnig í skyrtu og með bindi,“ segir Ágúst.

Önnur stemmning í búðinni á föstudögum
Ágúst segir að föstudagarnir formlegu hafi vakið lukku hjá viðskiptavinum. „Viðskiptavinum þykir gaman að sjá prúðbúið fólk og þetta lífgar upp á daginn, en ég er ekki frá því að það myndist önnur stemmning í búðinni á föstudögum,“ segir Ágúst.
Ljósmynd: Ómar Bogason. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.