Helgin á Austurlandi

Þetta er frábært verk og ekki af ástæðulausu að það er mest flutta kórverk tónbókmenntanna, það er glaðlegt, lifandi og gríðarlega fallegt,“ segir Torvald Gjerde, kórstjóri, en Kammerkór, kór Egilsstaðakirkju, einsöngvarar og hljómsveit flyta verkið Messías eftir Georg Friederich Händel í Egilsstaðakirkju á sunnudaginn klukkan 16:00.



Hátt í sextíu manns koma að flutningnum en um er að ræða samstarfsverkefni kóranna tveggja og tónlistarfólks af Austurlandi. Ellefu einsöngvarar úr röðum kammerkórsins taka þátt í flutningnum.

Óratórían Messías er eitt mesta kórverk tónbókmenntanna og er ekkert verk flutt jafn oft. Tvisvar sinnum áður hefur aðallega fyrsti hlutinn verið fluttur á Austurlandi en í þetta sinn er mikið flutt úr öllu verkinu. Fylgjast má með viðburðinum hér. 



Dúndurfréttir og Eiríkur Hauksson

Hljómsveitin Dúndurfréttir verða með magnaða tónleika í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld, undir yfirskriftinni Classic Rock, þar sem mörg helstu verk klassíska rokksins munu hljóma. eins og þeim einum er lagið. Sérstakur gestur á tónleikunum er Eiríkur Hauksson.

Hér má lesa umfjöllum um viðburðinn.



Þjóðleikur í Sláturhúsinu

Fimm leikhópar ungs fólks af öllu Austurlandi sýna ný íslensk verk eftir Auði Jónsdóttur og Ævar Þór Benediktsson, undir merkjum Þjóðleiks, í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardaginn. Hátíðin hefst klukkan 12:00.

Hér má lesa umfjöllun um hátíðina.



Úr myrkrinu inn í ljósið

Gangan Úr myrkrinu inn í ljósið verður farin frá Norðfirði og Seyðisfirði um helgina. Gengið er undir merkjum sjálfsvígsforvarnarsamtakanna Pieta Ísland til að vekja athygli á sjálfsvígum, sjálfsskaða og sjálfsvígsforvörnum.

Á Norðfirði verður gengið verður frá minningarreitnum við Urðarteig aðraranótt laugardags klukkan 04:00. Gangan er 5 kílómetrar og mun leiðin liggja um göngustíga ofan við bæinn út að Páskahelli.

Á Seyðisfirði verður gengið að sunnudagsins og lagt verður af stað frá íþróttahúsinum klukkan 04:00.

Hér má lesa umfjöllun um gönguna.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.