Helgin: Bikarúrslitaleikir í blaki, körfubolti og sýningar

Karla- og kvennalið Þróttar keppa bæði til úrslita í Bikarkeppninni í blaki í Laugardalshöll um helgina.



Kvennaliðið mætir Stjörnunni klukkan 14:00 á laugardaginn um sæti í úrslitaleiknum sem verður á sunnudaginn klukkan 13:30.

Karlaliðið mætir einnig Stjörnunni klukkan 18:00 á laugardaginn um sæti í úrslitaleiknum sem verður á sunnudaginn klukkan 15:30.


Ýmislegt fleira verður um að vera um helgina. Þar á meðal:

Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins í körfuknattleik fer fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á laugardaginn. Þar mætast Sérdeildin, Fjarðabyggð, Egilsstaðanautin og unglingalið Hattar. Sjá nánar hér.

Gréta Ósk Sigurðardóttir opnar sýningunu á ljósmyndum, innsetningum og grafík í Sláturhúsinu á laugardaginn klukkan 14:00. Boðið verður upp á sveitakaffi og mjolkurkex. Sýningin verður opin til síðasta vetrardags.

Paskasýningar verða opnaðar á Skriðuklaustri á laugardaginn . Sýning nema á þriðja ári í vöruhönnun við LHÍ á verkefnum sem gengu út á að umbreyta víði á margvíslegan máta og búa þannig til fjölbreytt hráefni með ólíka eiginleika. Í Gallerí Klaustri sýnir líbanska-belgíska listakonan Sandra Issa fjölbreytt verk. Sjá nánar hér.

Seinni sýining á Stelpurokki verður í Egilsbúð á laugardagskvöldið. Umfjöllun um sýninguna má sjá hér.

Lokasýningar Leikfélags Fljótsdalshéraðs á verkinu Allra meina bót eftir þá Jónas og Jón Múla Árnasyni verða í Sláturhúsinu á laugardaginn klukkan 17:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.