![](/images/stories/news/2015/blak_bikarkeppni_kk/blak_bikarhelgi_0011_web.jpg)
Helgin: Bikarúrslitaleikir í blaki, körfubolti og sýningar
Karla- og kvennalið Þróttar keppa bæði til úrslita í Bikarkeppninni í blaki í Laugardalshöll um helgina.
Kvennaliðið mætir Stjörnunni klukkan 14:00 á laugardaginn um sæti í úrslitaleiknum sem verður á sunnudaginn klukkan 13:30.
Karlaliðið mætir einnig Stjörnunni klukkan 18:00 á laugardaginn um sæti í úrslitaleiknum sem verður á sunnudaginn klukkan 15:30.
Ýmislegt fleira verður um að vera um helgina. Þar á meðal:
Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins í körfuknattleik fer fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á laugardaginn. Þar mætast Sérdeildin, Fjarðabyggð, Egilsstaðanautin og unglingalið Hattar. Sjá nánar hér.
Gréta Ósk Sigurðardóttir opnar sýningunu á ljósmyndum, innsetningum og grafík í Sláturhúsinu á laugardaginn klukkan 14:00. Boðið verður upp á sveitakaffi og mjolkurkex. Sýningin verður opin til síðasta vetrardags.
Paskasýningar verða opnaðar á Skriðuklaustri á laugardaginn . Sýning nema á þriðja ári í vöruhönnun við LHÍ á verkefnum sem gengu út á að umbreyta víði á margvíslegan máta og búa þannig til fjölbreytt hráefni með ólíka eiginleika. Í Gallerí Klaustri sýnir líbanska-belgíska listakonan Sandra Issa fjölbreytt verk. Sjá nánar hér.
Seinni sýining á Stelpurokki verður í Egilsbúð á laugardagskvöldið. Umfjöllun um sýninguna má sjá hér.
Lokasýningar Leikfélags Fljótsdalshéraðs á verkinu Allra meina bót eftir þá Jónas og Jón Múla Árnasyni verða í Sláturhúsinu á laugardaginn klukkan 17:00.