Helgin: „Við höfum aldrei séð markaðinn eins stóran og í fyrra“

Hinn árlegri jólamarkaður Jólakattarins, sem gjarnan hefur verið kenndur við gróðarmiðstöðina Barra, verður um helgina í húsnæði sem áður hýsti Barra. Viðburðir helgarinnar litast eðlilega af því að jólin eru á næsta leyti.

„Þetta hófst allt með því að við tókum okkur saman og fórum að selja jólatré og síðan hefur þetta undið svona rækilega upp á sig,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, ein þeirra sem kemur að skipulagningu Jólakattarins.
 
Markaðurinn verður á morgun, laugardag, milli klukkan 10:00 og 16:00. „Við höfum aldrei séð markaðinn eins stóran og í fyrra, en þá komu hátt í 3000 gestir. Í ár eru söluaðilar um 60 og koma allt frá Akureyri til Hafnar í Hornafirði. Hægt er að kaupa jólatré, matvöru, handverk, fatnað og ýmislegt annað. Við erum spennt fyrir morgundeginum, enda hefur jólamarkaðurinn fyrir löngu skipað sér fastan sess í jólaundirbúningnum á Héraði og annarsstaðar á Austurlandi.“
 
Jólasýning Hússtjórnarskólans á Hallormsstað

Hin árlega jólasýning nemenda haustannar í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað verður á sunnudaginn milli klukkan 13:00 - 15:00.  Nemendur sýna afrakstur annarinnar og bjóða einnig upp á jólasmákökur og jóladrykk. 
 
Ljóðakaffi í Bókaffi 

Ljóðaskemmtun verður í Bókakaffi í Fellabæ á morgun, laugardag klukkan 15:30. Steinunn Ásmundsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Ágústa Ósk Jónsdóttir flytja eigið efni. Síðari hluti dagskrárinnar verður helgaður minningu Þorsteins Valdimarssonar. 
 
Jól með Bach í Egilsstaðakirkju

Kammerkór Egilsstaðakirkju ásamt hljómsveit, flytur kantötu nr. 36 (Schwingt freudig euch empor) í heild sinni, auk valdra kafla úr öðrum kantötum og verkum eftir Johann Sebastian Bach á sunnudaginn klukkan 16:00. Stjórandi er Torvald Gjerde.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.