Héraðsdætur syngja sumarið inn í kvöld

„Karlakórinn hefur gjarnan verið með tónleika síðasta vetrardag og Héraðsdætur sungið sumarið inn á móti,“ segir Margrét Lára Þórarinsdóttir, kórstjóri Héraðsdætra, sem verða með sína árlegu vortónleika í Egilsstaðakirkju í kvöld klukkan 20:00.


Kvennakórinn Héraðsdætur hafa verið starfandi síðan 2012 og fagna því sex ára afmæli í ár. „Kórinn hefur tekið nokkrum breytingum upp á síðkastið, einhverjar hafa flutt í burtu og aðrar komið í staðinn, en að meðaltali telur hann um tuttugu konur og ákveðinn kjarni hefur verið með frá upphafi,“ segir Margrét Lára.

Margrét Lára segir efnisskrá kórsins fjölbreytta. „Oft erum við með ákveðið þema, einu sinni tókum við fyrir kventónskáld og fengum konu til þess að útsetja lög eftir til dæmis Bergþóru Árnadóttur og Dúkkulísurnar. Núna bjóðum við upp á gospel-syrpu, Abba-lög með íslenskum textum í bland við íslenskt efni. Í ekki stærra sveitarfélagi þar sem ekki er margt í boði verður að leggja sem mest upp úr því að tónlistarvalið og dagskráin höfði til sem allra flestra.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.