Hitinn í 23 gráður á Hallormsstað

Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í dag var á Hallormsstað, 23°C. Austfirðingar og gestir þeirra hafa slakað á og notið veðurblíðunnar í vikunni.

„Það er búið að vera mjög gott veður hér á Hallormsstað. Fólk er léttklætt í vinnu og á tjaldsvæðinu þar sem margir eru að sóla sig,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað.

„Það er rólegt yfir tjaldsvæðinu. Þegar það er 23 stiga hiti nýtur fólk þess að vera úti í blíðunni og slaka á.“

Austfirðingar fá loksins veðurblíðuna eftir fremur kaldan fyrri hluta júnímánaðar. Það á sinn þátt í því að tjaldsvæðið á Hallormsstað er aðeins hálft. En þangað hafa sólarunnendur lagt leið sína núna. „Það var nokkuð um að fólk kom í byrjun vikunnar til að vera hér alla sólardagana og síðan hefur verið að bætast í hópinn.“

Bæði í Möðrudal og Brú á Jökuldal fór hitinn upp í um 20 stig. Eilítið svalara hefur verið meðfram ströndinni. Á Egilsstöðum fór hitinn upp í 21,8° á hádegi. Þar naut fólk þess að vera úti í veðurblíðunni og panta sér kalda drykki.

Spáð er áframhaldandi suðvestan átt og um og yfir 20 stiga hita á morgun fimmtudag og föstudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.