Skip to main content

Hlaupið til styrktar ungu fólki með krabbameini

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. maí 2019 16:11Uppfært 17. maí 2019 16:12

Hlaupið verður til styrktar Krafti, félags ungs fólks með krabbamein, á Fáskrúðsfirði á sunnudag. Þetta er annað tveggja hlaupa utan höfuðborgarinnar.


Á Fáskrúðsfirði verður hlaupið ræst klukkan þrjú í fjölskyldugarðinum, en endamarkið verður einnig þar.

Í boði verður annars vegar 5 km hringur í bænum og inn fyrir ósinn, hins vegar skemmtiskokk þægilegan hring fyrir alla fjölskylduna.

Kraftur fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Að auki verður hlaupið í Reykjavík á sama tíma og milli Ísafjarðar og Súðavíkur.

Þátttökugjald er 2000 krónur fyrir 16 ára og eldri. Veitingar verða í boði við lok hlaupsins.