Hlaupið til styrktar ungu fólki með krabbameini

Hlaupið verður til styrktar Krafti, félags ungs fólks með krabbamein, á Fáskrúðsfirði á sunnudag. Þetta er annað tveggja hlaupa utan höfuðborgarinnar.

Á Fáskrúðsfirði verður hlaupið ræst klukkan þrjú í fjölskyldugarðinum, en endamarkið verður einnig þar.

Í boði verður annars vegar 5 km hringur í bænum og inn fyrir ósinn, hins vegar skemmtiskokk þægilegan hring fyrir alla fjölskylduna.

Kraftur fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Að auki verður hlaupið í Reykjavík á sama tíma og milli Ísafjarðar og Súðavíkur.

Þátttökugjald er 2000 krónur fyrir 16 ára og eldri. Veitingar verða í boði við lok hlaupsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.