Skip to main content

Hver er Austfirðingur ársins 2018?

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. jan 2019 11:18Uppfært 07. jan 2019 12:31

Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu.


Tekið verður á móti tilnefningum út fimmtudaginn 10. janúar en kosningin sjálf fer af stað í kjölfarið.

Tilnefningar er hægt að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða koma á framfæri á Facebook-síðu Austurfréttar. Æskilegt er að örstuttur rökstuðningur fylgi tilnefningunni.

Eftirtaldir hafa áður verið valdir Austfirðingar ársins á Austurfrétt:

2017: Ólafur Hr. Sigurðsson
2016: Þórunn Ólafsdóttir
2015: Tara Ösp Tjörvadóttir
2014: Tinna Rut Guðmundsdóttir
2013: Friðþór Harðarson og Sigurður Friðþórsson
2012: Árni Þorsteinsson