„Í augnablikinu étur hann blómið hennar mömmu“

Líklegt verður að teljast að elsta kanína landsins sé búsett í Neskaupstað. Kanínan Zoro er þrettán ára gömul en þær verða að meðaltali 7-9 ára.


„Við erum ekki með neinar sannanir en ég efast um að það séu margar aðrar kanínur á hans aldri lifandi hérlendis. Hann hefur aldrei gert flugu mein og ljúfara dýr er ekki hægt að finna“ segir Agnes. Zoro er ekki hafður í búri, heldur fær að vera frjáls í húsinu og fara út í garð þegar honum hentar og veður leyfir. Hann er orðinn blindur núna en annars í fullu fjöri og leikur sér enn með bolta. 

 


„Hann borðar bara það sem hann vill borða“
Forvitnilegt er að vita hvað veldur svo háum aldri Zoro, hvort hann hafi í gegnum tíðina fengið einhverja ofurfæðu. „Hann borðar bara það sem hann vill borða en hann hefur orðið mjög matvandur á sínum efri árum. Meðan hann var yngri vorum við dugleg að tína fíflablöð yfir sumarið sem við svo frystum og áttum yfir veturinn. Einnig fékk hann hey. Í dag er hann alveg hættur að vilja fíflablöðin og í augnablikinu étur hann blómið hennar mömmu. Það er líklega eitthvað í því sem hann þarf,“ segir Agnes.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.