Skip to main content

Kanna þörf á fjarnámi á Austurlandi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. mar 2018 18:00Uppfært 20. mar 2018 11:10

Austurbrú, fyrir hönd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, kannar nú þörf á fjarnámi á Austurlandi. Áætlað er að um 200 Austfirðinga rséu í fjárnámi á háskólastigi í dag, flestir við Háskólann á Akureyri.


Í tilkynningu segir að mikilvægt sé að kanna þörf fyrir fjarnám á svæðinu þar sem námsframboðið hafi verið óbreytt árum saman. Flestir stundi nám í menntavísindum og viðskiptafræði.

Ný svið hafi ekki bæst við síðustu ár og því sé rétt að kanna hvort bjóða þurfi upp á fleiri námsleiðir.

Könnunina má nálgast hér.