Leiknir - Vestri: Úrslitaleikur í annari deild

Það verður sannkallaður toppslagur í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn þegar Vestri sækir Leikni Fáskrúðsfirði heim. Liðin skipa tvö efstu sætin í 2. deild nú þegar tvær umferðar eru eftir og má því nánast kalla leikinn úrslitaleik í deildinni.

Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis segist vona að leikmenn séu vel stemmdir fyrir leiknum. „Þetta er krúsjal leikur, ef við vinnum ekki þá eru líkur á að við missum af lestinni að fara upp um deild. Það er varla hægt að fá skemmtilegra verkefni til að peppa sig upp fyrir.“ 

Vestri vermir efsta sæti deildarinnar fyrir leik með 42 stig, Leiknir fylgir fast á hæla þeirra með 40 og þar á eftir kemur Selfoss með 38. Toppbaráttan er því hörð og ljóst að staðan getur breyst mikið í síðustu tvemur umferðunum. Þau lið sem enda í tvemur efstu sætunum munu fara upp um deild og spila í næstefstu deild á næsta ári. 

Það er því mikið undir í leiknum á morgun. „Ef við töpum þessum leik þá getum við gleymt því að vinna deildina. Ef við reiknum með því að Selfoss vinni sína leiki þá þurfum við að vinna okkar tvo sem eftir eru til þess að vera öruggir upp. Við ætlum að treysta á okkur sjálfa til að fara upp um deild og þá þurfum við að klára þetta verkefni á morgun,“ segir Brynjar.

Undirbúningi Leiknisliðsins fyrir leikinn er ekki öðruvísi háttað en fyrir aðra leiki sumarsins þó mikið liggi við. „Við gerum bara það sama og við höfum gert, sama rútína og í allt sumar, það hefur virkað vel. Við æfum eins og undirbúum okkur eins. Við breytum engu sérstaklega fyrir þennan leik.“

Útlit er fyrir að hópur Leiknis verði fullskipaður í leiknum, enginn leikmaður liðsins er í banni og enginn alvarlega meiddur að sögn Brynjars sem hefur fulla trú á að liðið geti sigrað á morgun. „Við getum unnið alla í þessari deild ef við ákveðum að gera þetta almennilega.“

Leikurinn fer sem fyrr segir fram í Fjarðabyggðarhöllinn á morgun laugardag og hefst klukkan 14:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.