Leikskólabörn fengu að kitla jólasvein – Myndir

Í meira en áratug hefur verið sú hefð að leikskólabörn úr elsta árganginum á Egilsstöðum heimsækja Gistihúsið á Egilsstöðum skömmu fyrir jól. Þar komast þau í tæri við jólasvein sem er að hvíla sig eftir erfiði næturinnar við að gefa í skóinn.


Bjúgnakrækir virðist hafa verið þreyttur þegar hann kom á Gistihúsið. Á ganginum liggja mandarínur, kartöflur, skór og rauðföt á stangli.

Dyrnar á herberginu eru opnar í hálfa gátt og í rúminu lá hrjótandi jólasveinn. Undan sænginni sást í skítuga fæturna og rauða húfuna á koddanum.

Jólasveinninn varð ekki var við þegar krakkarnir læddust inn til hans og missti varla úr hrotu þótt hann væri kitlaður í iljarnar.

Eins og gengur og gerist voru börnin mishuguð í návist jólasveinsins. Áhuginn var þó greinilega til staðar – ekki síst hjá leikskólakennurunum.

Sofandi Jolasveinn Egs 0005 Web
Sofandi Jolasveinn Egs 0010 Web
Sofandi Jolasveinn Egs 0013 Web
Sofandi Jolasveinn Egs 0019 Web
Sofandi Jolasveinn Egs 0020 Web
Sofandi Jolasveinn Egs 0021 Web
Sofandi Jolasveinn Egs 0030 Web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.