Leita að frumkvöðlum í landbúnaði og sjávarútvegi

Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ verður tilkynntur í húsnæði Austurbrúar í dag. Í hraðlinum er leitað eftir frumkvöðlum með hugmyndir um aukna verðmætasköpun og sjávarútvegi.

Í gegnum hraðalinn fá þátttakendur aðgang að tengslaneti og fagþekkingu í níu vikur til að vinna að framgangi hugmynda sinna. Leitað er sérstaklega að nýjum lausnum og sjálfbærri verðmætasköpun í sjávarútvegi og landbúnaði.

Þetta er í fyrsta sinn sem hraðallinn er haldinn en að baki honum eru Íslenski sjávarklasinn, IKEA á Íslandi, HB Grandi, Matarauður Íslands og Landbúnaðarklasinn. Markmið hans er að vera uppspretta nýrrar vöru og þjónustu auk þess að varpa ljósi á tækifæri sem felast í sjálfbærri nýtingu auðlinda á Íslandi.

Á kynningunni í dag talar Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups um frumkvöðlahugsun og hvað þurfi til að koma nýjum vörum eða þjónustu á markað. Að framsögu hans lokinni gefst áhugasömum færi á ráðgjöf. Frestur til að skila inn umsóknum í hraðalinn er til 21. febrúar.

Kynningin hefst klukkan 16:00 og verður í húsnæði Austurbrúar að Tjarnarbraut 39a á Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.