Leita að frumkvöðlum í landbúnaði og sjávarútvegi
Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ verður tilkynntur í húsnæði Austurbrúar í dag. Í hraðlinum er leitað eftir frumkvöðlum með hugmyndir um aukna verðmætasköpun og sjávarútvegi.Í gegnum hraðalinn fá þátttakendur aðgang að tengslaneti og fagþekkingu í níu vikur til að vinna að framgangi hugmynda sinna. Leitað er sérstaklega að nýjum lausnum og sjálfbærri verðmætasköpun í sjávarútvegi og landbúnaði.
Þetta er í fyrsta sinn sem hraðallinn er haldinn en að baki honum eru Íslenski sjávarklasinn, IKEA á Íslandi, HB Grandi, Matarauður Íslands og Landbúnaðarklasinn. Markmið hans er að vera uppspretta nýrrar vöru og þjónustu auk þess að varpa ljósi á tækifæri sem felast í sjálfbærri nýtingu auðlinda á Íslandi.
Á kynningunni í dag talar Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups um frumkvöðlahugsun og hvað þurfi til að koma nýjum vörum eða þjónustu á markað. Að framsögu hans lokinni gefst áhugasömum færi á ráðgjöf. Frestur til að skila inn umsóknum í hraðalinn er til 21. febrúar.
Kynningin hefst klukkan 16:00 og verður í húsnæði Austurbrúar að Tjarnarbraut 39a á Egilsstöðum.